6.5.2008 | 11:44
Höll?
Það er engin höll í nágrenni þessa garðs, hversvegna er hann þá kallaður þetta? Það er reyndar engin höll á Íslandi, síðan notkun Templarahallarinnar var breytt.
Er það annars rétt sem ég held að húsræflarnir neðst á Laugaveginum hafi verið keyptir fyrir svipaða upphæð og þetta stórglæsilega hús þe. Fríkirkjuvegur 11 var selt. Jah ljótt er ef satt er...
Óska eftir umræðu um Hallargarðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var eitthvað lægri upphæð sem var greidd fyrir Laugaveg 4-6, en F11 er augljóslega marg-margfalt verðmætari eign, svo maður hefði haldið að munurinn væri ekki tvöfaldur (eða hvað sem hann var) heldur tífaldur eða fimmtánfaldur eða eitthvað.
F11 hýsti templara og var kallaður Templarahöllin, eins og þú nefndir, og nafnið hefur bara loðað við garðinn síðan. Ég veit ekki til þess að það hafi komið fram aðrar uppástungur.
Vésteinn Valgarðsson, 6.5.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.