Stjórnvöld hvað?

Fólk er að tala um álitshnekki fyrir sjórnvöld! Ég hef meiri áhyggjur af venjulegu fólki sem er að missa eignir sínar og borgar 200 kall fyrir bensínlítrann. Hvernig er núna með árangurstengdar greiðslur til bankamanna? Verða þeir ekki að greiða eitthvað af þessum milljónahundruða árangurstengdum greiðsum til baka? Í siðuðum ríkjum væri búið að henda svona eigintökufólki í fangelsi fyrir svik og pretti, auk þess sem fasteignsalar sem hafa kjaftað upp verð á fasteignum undanfarin ár í von um hærri prósentu ættu að verða rasskelltir og sviptir leyfi til að höndla með aleigu fólks.

Verð á spýtum sementi og járni hefur farið niður á við vegna samkeppni, en lóðaverð í afdölum 150.000 manna þorps við Norðurheimskautsbaug hefur hækkað! Hvers vegna í andskotanum? Einfalt svar er kjaftagangur og móðursýki! Það hafa aldrei verið eðlilegar forsendur fyrir lóðaverðinu sem er og var í gangi á höfuðborgarsvæðinu, menn létu blekkjast af gróðafíkn og eru vonandi að súpa seyðið þar af núna.

Greiningardeildir alllra bankanna sem hafa skipt um nafn á undanförnum árum spáðu allar á síðasta ári að fasteignaverð mundi ekki lækka neitt! Til hvers er þetta fólk í vinnunni ef það sér ekki svona einfalda hluti sem framboð og eftirspurn. 

Ísland er hvort sem okkur líkar betur eða verr eyja við Heimskautsbaug og höfuðborgin okkar er í besta falli þorp á evrópska vísu, samt heldur fólk hér að við skiptum einhverju máli í glóbal hagkerfinu. Ef við myndum leggja Ísland niður sem hagkerfi, þjóð eða bara tungumál mundi enginn taka eftir því nema við sjálf, okkur liði örugglega betur á eftir.

Einar bróðir byggði sér hús í Þýskalandi og fékk lán á 3% vöxtum! Hann þurfti að borga jafn mikið fyrir lóðina og húsið kostaði en hann byggði á þéttbýlasta svæði í Evrópu. Hann þarf reyndar að borga svipað verð fyrir bensínið en hefur raunhæft val um almenningssamgöngur auk þess sem bílar eru helmingi ódýrari og matvara allt að 70% ódýrari en hér, þökk sé vörugjöldum með virðisaukaskatti. Meira seinna er brjálaður ;)

 


mbl.is Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svo samála þér það sýður á  blóðrásinni.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.6.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Pétur

Ég er að öllu leyti sammála þér og þótt ég sjái nú kannski ekki Þýskaland, se Paradís á jörðu, þá er þetta rétt með vextina og almenningssamgöngurnra (bjó í Þýskalandi í 12 ár).

Það sem mér fannst skemmtilegast var þetta raunsæi varðandi hvað við erum og hvar við búum. Mér fannst ég sjálfur vera að tala. Hér búum við 315.000 manns í þessu risastóra landi á norðuhjara og þurfum að búa við þetta okur á landi á höfuðborgarsvæðinu. Ég vinn nú reyndar á Keflavíkurflugvelli, en hefði byggt mér hús eða keypt ef að verðið á fasteignum hefði ekki verið svona brjálæðislegt og það hefur verið á undanförnum árum.

Þetta með samgöngurnar og aðilda að ESB verður að mínu mati mál málanna í næstu kosningum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.6.2008 kl. 21:03

3 identicon

Sæll, olíu og bensínverð er ekkert hátt á Íslandi miðað við nágrana okkar. Dísilolía kostað yfir 14 kr. norskar í byrjun vikunnar það gerir á fallandi krónugengi (dagsins í dag) Íkr 230/L, var í síðustu viku í París og þar kostaði dísilolían 1,60 € Íkr 210/L.

Olíu og bensínverð kemmur til að hækka og krónan kemmur til að lækka umtalvert að ég held.  Ekki heil brú í hagstjórninni.  Í eina röndina á að halda vöxtum háum til að hindra að krónan hrapi og í hina röndina á að ausa út fjármagni í gegnum óbeina lánstöku í gegnum ríkið  og íbúarlánasjóð á lægri vöxtum, ... ???.  Væntanlega vinsælt hjá skuldsettum íbúðareigendum en þetta viðheldur þeirri ímynd að eitthvað glæðist á fasteignamarkaði en hann glæðist ekki fyrr en verð falla um 40-60% og það hefur ekki gerst ennþá.  Fasteignamarkaðurinn er ekki í tengslum við rauntekjur.  Skil ekkert í ríkisstjórninni að láta þessa bólu springa og þá er það yfirstaðið. Í Noregi höfðu þeir samskonar ástand fyrir 20 árum og þar voru vextir hækkaðir langt yfir 20% og verð féll um 60% á nokkrum mánuðum og margir "brendust" mjög illa og eru ennþá að borga niður skuldirnar 20 árum seinna.

Hið openbera þarf að einbeita sér að á að koma á jöfnuði í eigin rekstri samfara gríðarlegri minnkum á veltusköttum og það þýðir miskunarlausan samdrátt og uppsagnir. Fallur ríkisstjórnin á þessu "prófi" þýðir það að krónan gæti skolast niður í 160-170 per €.

Annars hefur fólk upp til hópa ótrúlegar ranghugmyndir um getu ríksins og ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað í þessum vanda.  Þeir gátu minnkað þennsluna á síðustu 2-3 árum og í seinasta lagi á síðasta ári.  Núna er brotlendingen staðreynd og þá er því miður lítið hægt að gera.  Ástandið getur orðið afar slæmt með haustinu og fram að jólum. Spái 7 mögrum árum.

Vextir e annað mál það er í öðrum löndum ekkert sérstaklega lánað meira en 2-3 faldar árstekjur, samanlagt fyrir bíl, hús og öðru.  Veðhæfni er annað mál.  Á Íslandi virðast nánast allir fá svipuð kjör óháð lána-, veð- og eignahlutfalli.  Efast stórlega að það komi lánastofnanir valhoppandi til að lána fólki sem skuldar 3-4 föld árslaun í bíla/hús og annað drasl þetta er ekki annað en uppáskrift á aðra "subrime" "lánkrísu" og hlutfallslega miklu, miklu verri en sú sem´er í USA.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Pétur Sig

Ég talaði ekkert um að olíu og bensínverð væri hagstæðara hér en annarsstaðar, enda er það alltsaman Bandaríkjunum að kenna. Þýskaland er kannski ekki paradís en þar geta þeir sem vilja vinna vel lifað og drukkið bjór af sínum launum, það er ekki hægt hér án yfirdráttarlána.

Pétur Sig, 24.6.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband