Umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjuferjuafleggjara

Fyrir rétt tæpu ári fórst hann kall faðir minn einmitt í slysi á þessum stað, í vetur milli jóla og nýárs fórum svo við bræður ásamt fríðu föruneyti og reistum krossa til minningar um þá sem höfðu látist á þessum löngu ónýta vegi í fyrra. Þá hélt samflokksmaður minn Kristján Möller ræðu og lofaði bót og betrun þessa vegarspotta sem er búinn að kosta okkur íslendinga allt of mikið í mannslífum undanfarin ár. Ekkert ber hinsvegar á neinum framkvæmdum og nú síðast í dag varð þarna alvarlegt umferðarslys sem má rekja til þess að vegurinn er löngu sprunginn og annar ekki þeirri umferð sem um hann fer, hvort allir ökumenn séu í standi til að keyra eða með athyglina við aksturinn er annað mál. Það verður að gera eitthvað þarna áður en fleiri slys verða og fólk örkumlast eða deyr. Tvöföldun Suðurlandsvegar er mjög brýnt verkefni og það er ekki eftir neinu að bíða, svona gengur þetta ekki lengur og eitthvað verður að gera annað en lýsa yfir einhverju sem ekki verður svo gert....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Votta þér samúð vegna föður þíns, heldurðu ekki að allt lagist ef þrífóturinn nær því í gegn að það verði 70 km hámarkshraði.

Eiríkur Harðarson, 11.8.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband