8.9.2008 | 22:16
Ég brast í söng....
Við þessu válegu tíðindi af fegursta hálendi heimsins.....
Ó aldagamla Íslandsbyggð
þér ævarandi eg heiti tryggð.
Þú þekkir ekkert illt
þér enginn getur spillt.
Styður öngvin stríð
staðföst, frjáls og blíð.
Engilfríða fósturjörð
fyrir þér liggur tíðin hörð.
Flárátt lævíst lið
landið hatast við
þitt helga hjarn vill fá
hrifsað til sín aftanfrá.
Góða land, gjöfula land!
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Sæla fold, sjálfstæða mold!
Sakleysi þitt girnast vondir menn.
Gull þín brjóta gírug flón
er gleypa vilja hið dýra frón.
En aldrei, ástin mín
skal efnd sú myrka sýn
að fjallsins fagra mær
sé forfærð, svívirt, gráti nær.
Glæsta land, gegnheila land!
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Ísafold, magnþrungna mold!
Meyjarblóm þitt girnast vondir menn.
Aldrei! Aldregi meir!
Íslandi allt!
Ísland ég elska þig!
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Hrjúfa fold, höfuga mold!
Hrekkleysi þitt girnast vondir menn
- illgjarnir menn.
Gamla land! Göfuga land!
Gullnir steypast fossar þínir senn.
Allur heiður til Baggalúta.
Litlu minna en Hálslón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Augnablik!...þú með umhyggju fyrir náttúrunni. Var ég ekki að lesa hér á undan um dálæti þitt á kappakstri. Meiri umhverfissóðar eru nú varla til. Hugsaðu þér alla megnunina frá þessum fáranlega bílaleik.
Haraldur Bjarnason, 8.9.2008 kl. 23:56
Ég hef aldrei dásamað kappakstur, þó ég viti að Michael Schumacher sé góður í honum. Enda ekki saman að líkja gríðarfallegu hálendi Íslands og útúrmenguðu meginlandi Evrópu.
Pétur Sig, 9.9.2008 kl. 00:24
Haraldur fellur í þá gryfju að halda að þó maður vilji vernda hálendið, verði maður að vera einhver umhverfisjésú með göfgina vellandi út um hverja svitaholu.
Villi Asgeirsson, 9.9.2008 kl. 07:08
Svona svona.
Það er hægt að virkja þarna. Ef nýtingarnefndin á að ákveða hvar á að virkja, verður hún að hafa alla kosti upp á borðinu, ekki satt?
Það var samt snilldarlegur aumingjaskapur hjá umhverfisráðherranum að gaspra svona um málið. Tilgangurinn var augljóslega að gera sig vanhæfa til að taka á málinu ef til kæmi. Ég er samt nokkuð viss um að þetta verður ekki gert.
Hvar er koníakið?
Hrannar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.