26.1.2009 | 10:49
Oj nei!
Í ESB eru ógeðslega lágir vextir og maturinn kostar svo lítið vegna þess að hann er örugglega óætur.
Þessvegna ná þeir ekki upp neinni almennilegri tveggja stafa tölu í verðbólguna, útaf næringarskorti.
Í ESB fengju heldur ekki útvaldir að eiga allan kvótann og veðsetja hann svo sem eign sína. Það er réttlætismál að fá gefins kvóta og selja hann svo og tapa svo öllu saman í næsta bankahruni,gráta svo jafnvel yfir miskunnarleysinu.
Í ESB er líka þessi skrattans Evra sem er svo mikið verri til að halda skrílnum niðri heldur en fína góða krónan okkar sem öllu bjargar.
Í ESB fær lýðurinn bara að vinna í 38 tíma á viku og neyðist svo til að hanga með annaðhvort hundleiðinlegum maka eða organdi krökkum afganginn.
Í ESB fær fólk ekki að kynnast undrum og dásemdum nauðungaruppboða nærri eins oft og við sjálfstæðu sterku íslendingar, sem mætum þannig með bros á vör og biðjum um meira.
Svo er svo mikil spilling þarna, menn hafa getað hegðað sér eins og þeim sýnist og hlaðið undir sig og sína án þess að verða að gjalda fyrir.
Í því skrattans ESB landi þar sem ég bjó kostaði hvítvínsflaska 2 , svoleiðis nokk mun alveg örugglega leiða til þess að allir íslendingar verða fyllibyttur á svipstundu.
Í ESB fær aumingjans fólkið ekki að greiða tolla eða vörugjöld til ríkisins í eins miklum mæli og við til að vernda innlenda framleiðslu, það er ómögulegt.
Ég bjó nú bara einn en þurfti samt að versla fyrir heilar 40 mat og nauðsynjar til heimilisins í viku hverri, þar innifalið var reyndar skrattans bjórkassi sem ESB mannleysurnar tróðu uppá heiðarlega íslendinginn mig. Hvílíkur skepnuskapur..
Niðurstaðan er örugglega og vissulega sú að milljónatugir evrópubúa hafa kosið þetta skrýmsli yfir sig vegna þess að þeir eru bara svo mikið vitlausari en við íslendingar.
Við íslendingar erum sko alveg færir um að gera allt rétt og best aleinir með krónuna okkar að vopni.
Lítum bara í kringum okkur, hér er allt í lukkunnar velstandi.
Meirihluti vill ekki aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má auðvitað kanna ESB aðild og mun það verða nauðsynlegt. Ég er samt mjög ánægður að allir Íslendingar lifa ekki í hyllingum samfylkingarinnar um að ESB sé lausn alls vanda. Ef ESB sannast að hafi fleiri kosti en galla fyrir almenning Íslands mun ég allshugar kjósa með inngöngu inn í ESB, en eins og staðan er í dag eru ESB hatarar öskrandi að ESB sé djöfullinn, ESB fanboys virðast ignore-a alla galla ESB og fólk eins og ég sem skilur hvoruga almennilega sér bara að ESB þjóðir eru ekki í neitt betri stöðu en aðrir, við fáum ekki aðgang að evrunni á næstunni og að miðað við stöðu fiskmiða ESB ríkja myndum við væntanlega þurfa að semja fiskmiðin okkar til inngöngu og hugsanlega missa þ.a.l. stjórnun á fiskveiðum innan miðanna.
Ef sýnt er aftur á móti fram á a að ESB aðild hagnast okkur vel skal ég endilega kjósa með ESB, en þangað til vill ég fremur halda Íslandi stjórnandi af Íslendingum.
Gunnar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:08
Eins og ég skil ESB, þá eiga fulltrúar aðildaríkja í framkvæmdarstjórn ESB(sem Ísland myndi einungis skarta tæpu 1%) að líta til heildarhagsmuna ESB. Frá þessu skil ég að jú við höldum stjórn Íslands, en þá erum við varla að skapa stefnuna sem stjórnunin fer eftir. Auk þess eigum við hlutfallslega að hugsa um hagsmuni mikilla vina minna þeirra Breta ofar okkar eigin.
Ég er sammála þér að það er leiðinlegt að þurfa að kjósa flokk útfrá skoðunum þeirra til ESB, þar sem mikilvæg málefni lenda þar bakvið og þarf maður að sópa þeim undir koddann og sætta sig við skoðanir þess flokks sem maður er sammála með, við stöðu gagnvart ESB. Ef það væru aftur á móti ekki flokksdrættir og við myndum kjósa 63 einstaklinga á Alþingi, yrði eitthvað ákveðið? Við myndum jú eiga væntanlega eftir þá 63 einstaklinga sem þjóðin treystir best*, en ég held að mismunandi skoðanir og hugsanlega fyrri ágreiningur myndi hægja svo á stjórn landsins að Alþingi yrði nánast óstarfhæft.
Með evruna sé ég ekki góð rök í raun að stefna á hana skapi aga í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórnin á að hafa þegar aga yfir fjármálunum og getur hún þess vegna sagt að hún muni fylgja reglum ESB eftir í sambandi við fjármál þó hún sæki ekki um aðild að ESB, þ.e.a.s. ef þær reglur eru svo frábærar(sem ég viðurkenni að ég hef enga hugmynd um).
*Finnst alltaf mjög leiðinlegt að sjá að fólk trúir því að útlendingar séu á einhvern hátt betri til að stjórna Íslandi eins og þú gefur til kynna í byrjun svars þíns. Það hve meingölluð stefna Sjálfstæðisflokksins(að mestu leiti) rústaði Íslandi ásamt ákveðnri græðgi elítunnar ætti ekki að gera aðra pólitíkusa strax að sömu skíthælunum.
Gunnar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:32
Það þarf að velta öllu uppá yfirborðið áður en hugað er að sækja um aðild. Ekki bara kostum heldur göllum líka. Þetta ESB tal hefur magnast upp eftir bankahrunið mest megnis til að reyna að klóra yfir mistök ríkisstjórnanna, bæði þessarar sem var að fara frá og þeirrar sem á undan var. Það virðist hafa tekist af einhverju leiti.
Það þarf að sjálfsögður að breyta kvótanum en ekki eingöngu til að færa hann frá útgerðaraðlinum íslenska til evrópu.
Sigurbjörg, 26.1.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.