En reynum samt,

að hindra með öllum tiltækum ráðum að íslenskt almúgapakk geti verslað í matinn á lægra verði. Ég er viss um að þetta pakk mun bara éta sig feitt og verða fyrr en varir að heilbrigðisvandamáli. Það er mikið betra fyrir þjóðarbúið að nokkur kjúklingabú fái ekki verðuga samkeppni utan frá heldur en að íslendingar geti keypt sér ódýrt að éta.

Ég bendi þeim sem ekki vilja evrópska kjötvöru á að kaupa bara áfram íslenskt. Í Evrópu búa hundruðir milljóna fólks sem ekki hefur orðið meint af ketinu sem er þar framleitt,  í nokkur ár var ég meiraðsegja einn af þeim :)


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Er fólk alveg gaggagú.  Nauðsynlegt er að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu. 

Björn Heiðdal, 4.5.2008 kl. 03:27

2 Smámynd: Pétur Sig

Hænsnarækt er ekki landbúnaður, heldur iðnaður. Það þarf hvort eð er að flytja allt til hænsnaræktar inn svo hví ekki flytja hænsnin inn reytt og vacumpökkuð? Gaggalagú!

Pétur Sig, 4.5.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband