Ein besta vegasjoppa landsins er á Snæfellsnesi

Vegamót er sannarlega ein besta vegasjoppa landsins og þar er hægt að fá allt það sem svona sjoppum tilheyrir á hagstæðara verði en í öðrum sjoppum. Ég var þarna á ferð í gær, svo er ekki verra að stúlkurnar sem voru að vinna eru gullfallegar og hörkuduglegar og töluðu allar íslensku, ekki það að ég kunni ekki önnur tungumál, en mér finnst Íslenska passa best á Íslandi við afgreiðslustörf...
mbl.is Mikill erill í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Síðastliðið vor var ég á ferð um Snæfellsnesið með Karlakór Selfoss. Við komum við í Vegamótasjoppunni á leiðinni heim, u.þ.b. 70 manna hópur, komum þar án þess að vera búnir að gera vart við okkur. Flestir keyptum við okkur eitthvað að borða, hamborgara og þ.h. Það er skemmst frá því að segja að þó að stelpurnar hafi bara verið tvær að afgreiða gengu þær í verkefnið eins og ekkert væri, allt gekk eins og vel smurð vél og þjónustan var vægast sagt frábær, og stelpurnar brosandi allan tímann.

Helgi Jónsson, 17.8.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Sammála.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.8.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband