Ísland er svo mikið flott

Ég var að klára ferð með þýskum túristum um Suður og Vesturland ásamt þeirri dásamlegu konu Moniku Abendroth.

Við sýndum fólkinu fallega landið okkar í sól og blíðu ásamt því sem við nutum þess besta í mat og drykk á hreinum og ágætlega búnum hótelum. Í dag keyrðum við svo um Þjórsárdalinn og fékk hann allavega 19 nýja andstæðinga virkjana í neðri hluta Þjórsár í lið með sér í dag.

Ég er eins og nýhreinsaður hundur eftir að hafa farið svona góða ferð um fallega Ísland og fyllist bjartsýni um góða framtíð þess og okkar sem það byggjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gleymdu ekki orðatiltækið "nýhreinsaður hundur" merkir að maður er búinn að vera með heiftarlegan niðurgang.

Eiríkur Harðarson, 30.6.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Hum og da ---------- Jæja það þarf að hreinsa þá(okkur) líka.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 3.7.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Sigurjón

Hvað með efri hluta Þjórsár?  Hún er þrívirkjuð...

Sigurjón, 5.7.2008 kl. 06:36

4 Smámynd: Pétur Sig

Efri hluti Þjórsár er meira en þrívirkjaður, Vatnsfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Búrfell þetta eru fimm virkanir auk þess sem búið er að undirbúa töluvert fyrir Búðarhálsvirkjun. Ég nenni nú ekki að verða andstæðingur eldgamalla virkjana enda hefur það ekert upp á sig.

Ég fékk ekki niðurgang í þetta skiptið Eiki minn....... 

Pétur Sig, 6.7.2008 kl. 18:41

5 Smámynd: Sigurjón

Þú upplýsir þarna alþjóð um vankunnáttu þína á staðháttum Pétur.  Hrauneyjar og Sigalda eru í Tungnaá; ekki Þjórsá.

Sigurjón, 6.7.2008 kl. 18:55

6 Smámynd: Pétur Sig

Gott að alþjóð lesi þetta hjá mér, þú veist það örugglega sjálfur að vatnið þarna er sótt hingað og þangað og veitt hingað og þangað......

Pétur Sig, 10.7.2008 kl. 13:21

7 Smámynd: Sigurjón

Það breytir ekki þeirri staðreynd að Sigalda og Hrauneyjar eru klárlega ekki í Þjórsá.  Þú gætir alveg eins haldið því fram að Sogið væri ekkert annað en Ölfusá...

Sigurjón, 11.7.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband