Færsluflokkur: Samgöngur
23.8.2008 | 23:05
Einn umferðarasni enn....
Ég var á leið vestur á Snæfellsnes í morgun , þegar bifreiðin E 32 tók fram úr mér við Laxá í Leirársveit á óbrotinni línu. Allt í fína en ég var samt á 100 km. hraða eða þar um bil, þetta er svartur Landcruiser og örugglega besta skinn ökumaðurinn, samt þarf hann að læra umferðarlögin upp á nýtt.
Framúrakstur á óbrotinni línu er bannaður. Mig langar líka að minna á að framúrakstur hægra megin er bannaður, nema við vinstri beygjur. Það á alltaf að vera hægt að skipta yfir á hægri akrein án þess að hafa af því áhyggjur að einhver sé þar að aka framúr. Á hinn bóginn má benda á að ef þér finnst vera farið mikið fram úr þér hægra megin, hvernig væri að skipta um akrein? Leiðinlegt að segja en íslendingar eru ótrúlega lélegir í að virða þessar einföldu reglur sem allir aðrir virðast kunna....
Færð og ástand vega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2008 | 18:49