Færsluflokkur: Bloggar

Rétttrúnaður?

Á hvurn skrambann trúa mennirnir svona líka rétt?
mbl.is Þúsund ára gamalt kvennabann brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirkus!

Mikið held ég að þessari ungu konu hljóti að líða vel í fjölmiðlasirkusnum sem búið er að stofna til í kringum þessa ljótu atburði í Amstetten, það fyrsta sem hún sér þegar hún verður útskrifuð verða fyrirsagnir á borð við "Sjáið! Hún er systir sín og frænka".  Farsælast tel ég að fjölmiðlar dragi sig nú í hlé og leyfi tímanum að græða sárin sem hægt er.
mbl.is Kerstin Fritzl vöknuð úr dái
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrugl...

Þó ég sé bærilega upplagður og ágætlega læs, þá skil ég ekkert hvað þessi frétt er að reyna að segja. Ég sé orðin og tölurnar en samhengið nær ekki til mín, þannig að eftir lesturinn er ég engu nær......
mbl.is Afgerandi niðurstaða úr netkosningu um Gjábakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Villa!!!!!

Er víst búinn að skrifa undir hjá Liverpool, hann vill endilega fá að spila með Torresi.....
mbl.is Everton líka orðað við Joaquín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höll?

Það er engin höll í nágrenni þessa garðs, hversvegna er hann þá kallaður þetta? Það er reyndar engin höll á Íslandi, síðan notkun Templarahallarinnar var breytt.

Er það annars rétt sem ég held að húsræflarnir neðst á Laugaveginum hafi verið keyptir fyrir svipaða upphæð og þetta stórglæsilega hús þe. Fríkirkjuvegur 11 var selt. Jah ljótt er ef satt er...


mbl.is Óska eftir umræðu um Hallargarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænn!

Þetta er flott og um að gera að nota hlutina sem lengst, ég er reynar viss um að þessi er umhverfisvænni en Lexus Hybrid grínbíllinn sem verið er að nota núna....Hann eyðir 13 lítrum á hundraðið sá....
mbl.is Fyrsti forsetabíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En reynum samt,

að hindra með öllum tiltækum ráðum að íslenskt almúgapakk geti verslað í matinn á lægra verði. Ég er viss um að þetta pakk mun bara éta sig feitt og verða fyrr en varir að heilbrigðisvandamáli. Það er mikið betra fyrir þjóðarbúið að nokkur kjúklingabú fái ekki verðuga samkeppni utan frá heldur en að íslendingar geti keypt sér ódýrt að éta.

Ég bendi þeim sem ekki vilja evrópska kjötvöru á að kaupa bara áfram íslenskt. Í Evrópu búa hundruðir milljóna fólks sem ekki hefur orðið meint af ketinu sem er þar framleitt,  í nokkur ár var ég meiraðsegja einn af þeim :)


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni...

sátu 2 bleikir fílar uppi í tré að prjóna bíómiða, þá flaug belja framhjá og annar spyr hinn, á þessi belja hreiður hérna?
mbl.is Maðurinn sem fann upp LSD látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt vegna þessa....

...standa hjólhýsi í hundraðatali uppi í Þjórsárdal og rétt hjá Laugarvatni og eru ekki hreyfð. Íslendingar lærðu nefnilega sumir í síðustu hjólhýsabylgju sem reið yfir, að ekki er hægt að ferðast með þetta í eftirdragi vegna okkar einstaklega vonda veðurfars, svo ekki sé minnst á alla vondu vegina sem þarf að dröslast með þetta. Þessi tiltekni fyrrum hjólhýsiseigandi er búinn að læra núna, reikna ég með.
mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsmenn Chelsea með kynþáttafordóma?

Mikið hlýtur þeim þá að líða illa í eigin skinni, þar sem flestir leikmanna Chelsea eru einmitt þeldökkir má þar nefna: Claude Makalele, Didier Drogba, Salomon Kalou, Shaun Wright Philips, Ashley Cole, Michael Essien og örugglega fleiri. Einn náungi sem ég hitti gekk meira segja það langt að kalla Chelsealiðið 10 litla negrastráka. En það er nú önnur saga.
mbl.is Kynþáttarníð gagnvart Evra kveikjan að uppþotunum á Stamford Bridge?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband